Tónlist

Sálumessa Mozarts á miðnætti

Óperukórinn í Reykjavík flytur Sálumessu Mozarts á dánarstundu hans á mánudagsnótt.
Óperukórinn í Reykjavík flytur Sálumessu Mozarts á dánarstundu hans á mánudagsnótt.

Óperukórinn í Reykjavík heldur sérstaka í Langholtskirkju aðfararnótt 5. desember næstkomandi en þá flytur kórinn Sálusmessu Mozarts ásamt hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvurum.

Tónleikarnir fara fram á dánartíma tónskáldins en hann lést laust eftir miðnætti, aðfararnótt 5. desemberið árið 1791 aðeins 35 ára að aldri.

„Okkur þykir verðugt að gera þetta á þessum tíma. Mozart deyr frá þessu verki, hann er langt kominn með það en lauk því ekki. Sálumessan er eitt þekktasta verkið hans og við munum flytja hana eins og hann skyldi við hana og aðeins þá kafla sem hann hafði lokið,“ útskýrir Ásrún Davíðsdóttir sem situr í stjórn óperukórsins.

„Við gerðum þetta á sama tíma fyrir tveimur árum og þá myndaðist alveg einstök stemmning í kirkjunni en framtakið vakti mikla hrifiningu hjá bæði áheyrendum og gagnrýnendum. Því var ákveðið að gera þetta aftur nú og reka með því smiðshöggið á þetta afmælisár.“

Rúmlega fimmtíu félagar Óperukórs Reykjavíkur flytja messuna ásamt einsöngvurunum Huldu Björk Garðarsdóttur, Sesselju Kristinsdóttur, Snorra Wium og Davíð Ólafssyni en stjórnandi er Garða Cortes. Mozartsveit skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á tónleikunum en konsertmeistari er Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari.

Tónleikarnir hefjast kl. 00.30 á mánudagsnótt en hægt er að nálgast aðgöngumiða í síma 552-7366, á heimasíðunni midi.is einnig við innganginn klukkustund fyrir tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×