Heiðraður af Dönum 14. nóvember 2006 10:30 Enn ein rósin Dagur Kári hlýtur hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun 22. nóvember næstkomandi. Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin." Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin."
Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira