Gaza-ströndin 14. nóvember 2006 09:30 Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, m.a. á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Í henni gefur leikstjórinn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar og þær hörmungar sem venjulegir Palestínumenn mega þola í skugga átaka og hernáms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum hernámsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísraelskar landránsbyggðir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönnum á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með innilokunum og árásum, enda Gaza-ströndinni stundum lýst sem stærsta fangelsi heims. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagnað. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, m.a. á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Í henni gefur leikstjórinn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar og þær hörmungar sem venjulegir Palestínumenn mega þola í skugga átaka og hernáms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum hernámsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísraelskar landránsbyggðir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönnum á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með innilokunum og árásum, enda Gaza-ströndinni stundum lýst sem stærsta fangelsi heims. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagnað. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira