Glíman er erótísk íþrótt 6. nóvember 2006 15:00 Glímukapparnir fá leiðbeiningar frá Grími um hvernig þeir skuli bera sig að. Stuttmyndin Bræðrabylta á vafalítið eftir að vekja mikla athygli þegar hún verður frumsýnd en myndin fjallar um tvo samkynhneigða glímukappa. Þeir Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson leika tvo bændur í afskekktri sveit sem eiga í leynilegu ástarsambandi og sinna því í gegnum íslensku glímuna, tákngervingu karlmennskunnar. Þessi nálgun virðist vera farin að njóta mikilla vinsælda því á síðasta ári var það Brokeback Mountain sem hristi allverulega upp í heimsbyggðinni en þar voru það tveir kúrekar sem féllu fyrir hvor öðrum. Leikstjórinn Grímur Hákonarson upplýsir hins vegar að hann hafi fengið hugmyndina áður en Brokeback kom í kvikmyndahús og þegar tökurnar á myndinni hófust áttaði leikstjórinn sig á því að hún var allt öðruvísi. „Glíman er notuð til að impra svolítið á þessu ástarsambandi,“ útskýrir Grímur. „Íþróttin getur verið svolítið erótísk, búningarnir og dansinn sem er stiginn,“ bætir leikstjórinn við. Að sögn leikstjórans gengur Bræðrabylta mikið út á glímu sem hann segir að sé myndlíking fyrir þjóðerniskennd og þjóðleg gildi. „Glímukeppnin fer fram á Skriðuklaustri sem er jú teiknað af sama arkitekt og á heiðurinn af Arnarhreiðri Hitlers,“ segir Grímur en þær tökur fóru fram í kapellu elliheimilisins Grund sem er jafnframt oft notuð undir íþróttaiðkun heimilisfólksins. Grímur var nýkominn heim frá Kárahnjúkum þar sem síðustu tökur fóru fram. „Annar mannanna vinnur við jarðboranir og Kárahnjúkastífla var eini staðurinn þar sem var verið að bora,“ segir Grímur en tökuliðið var langt ofan í jörðu og aðstæðurnar ekki til að hrópa húrra fyrir. „Þetta var svona eins og Ísarngerði í Hringadróttinssögu eða Mordor, algjört helvíti,“ útskýrir Grímur sem vonast til að frumsýna myndina í Tjarnarbíói í febrúar og senda hana í kjölfarið á kvikmyndahátíðina í Cannes. Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stuttmyndin Bræðrabylta á vafalítið eftir að vekja mikla athygli þegar hún verður frumsýnd en myndin fjallar um tvo samkynhneigða glímukappa. Þeir Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson leika tvo bændur í afskekktri sveit sem eiga í leynilegu ástarsambandi og sinna því í gegnum íslensku glímuna, tákngervingu karlmennskunnar. Þessi nálgun virðist vera farin að njóta mikilla vinsælda því á síðasta ári var það Brokeback Mountain sem hristi allverulega upp í heimsbyggðinni en þar voru það tveir kúrekar sem féllu fyrir hvor öðrum. Leikstjórinn Grímur Hákonarson upplýsir hins vegar að hann hafi fengið hugmyndina áður en Brokeback kom í kvikmyndahús og þegar tökurnar á myndinni hófust áttaði leikstjórinn sig á því að hún var allt öðruvísi. „Glíman er notuð til að impra svolítið á þessu ástarsambandi,“ útskýrir Grímur. „Íþróttin getur verið svolítið erótísk, búningarnir og dansinn sem er stiginn,“ bætir leikstjórinn við. Að sögn leikstjórans gengur Bræðrabylta mikið út á glímu sem hann segir að sé myndlíking fyrir þjóðerniskennd og þjóðleg gildi. „Glímukeppnin fer fram á Skriðuklaustri sem er jú teiknað af sama arkitekt og á heiðurinn af Arnarhreiðri Hitlers,“ segir Grímur en þær tökur fóru fram í kapellu elliheimilisins Grund sem er jafnframt oft notuð undir íþróttaiðkun heimilisfólksins. Grímur var nýkominn heim frá Kárahnjúkum þar sem síðustu tökur fóru fram. „Annar mannanna vinnur við jarðboranir og Kárahnjúkastífla var eini staðurinn þar sem var verið að bora,“ segir Grímur en tökuliðið var langt ofan í jörðu og aðstæðurnar ekki til að hrópa húrra fyrir. „Þetta var svona eins og Ísarngerði í Hringadróttinssögu eða Mordor, algjört helvíti,“ útskýrir Grímur sem vonast til að frumsýna myndina í Tjarnarbíói í febrúar og senda hana í kjölfarið á kvikmyndahátíðina í Cannes.
Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira