Tónlist

Þriðja plata My Chemical Romance

Bandaríska rokksveitin er að gefa út sína þriðju plötu.
Bandaríska rokksveitin er að gefa út sína þriðju plötu.

Bandaríska hljómsveitin My Chemical Romance hefur gefið út sína þriðju plötu, sem nefnist The Black Parade. My Chemical Romance var stofnuð í New Jersey árið 2001 af þeim Gerard Way, Mikey Way, Bob Bryar, Frank Iero, og Ray Toro. Síðasta plata sveitarinnar, Three Cheers for Sweet Revenge, seldist í tveimur milljónum eintaka og kom sveitinni rækilega á kortið.

Upptökustjóri nýju plötunnar var Rob Cavallo sem hefur áður unnið með Green Day. Hefur plötunni verið lýst sem blöndu af rokki, pönki og poppi.

Fyrsta smáskífulagið, Welcome to the Black Parade, hefur náð miklum vinsældum í Bretlandi að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×