Stefán Karl talar íslensku í bandarískri stórmynd 15. október 2006 11:30 Stiller og Wilson fá aðstoð frá Stefáni Karli í nýrri gamanmynd. MYND/GettyImages Ben Stiller hittir fyrir nokkra víkinga í myndinni og það vantaði því íslenskar víkingaraddir í myndina, segir Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem mun láta í sér heyra í gamanmyndinni Night at the Museum sem skartar stórstjörnum á borð við Robin Williams, Owen Wilson, Ricky Gervais og Mickey Rooney. Það er auðvitað ekki allt vaðandi í íslenskum leikurum hérna í Los Angeles en þeir vissu af mér og buðu mér verkefnið enda þótti tilvalið að láta víkingana tala íslensku. Því er spáð að Night at the Museum verði ein vinsælasta jólamyndin vestanhafs en í henni leikur Ben Stiller taugaveiklaðan safnvörð sem leysir óvart forna bölvun úr læðingi með þeim afleiðingum að skrímsli og ýmsar forynjur sem geymdar eru á safninu vakna til lífsins og gera allt vitlaust. Ég er búinn að sjá megnið af myndinni og hún er frábær. Alveg hrikalega fyndinn, segir Stefán og bætir því við að þó þáttur hans í myndinni sé ekki stór þá sé það ekki ónýtt að vera á lista með áðurnefndum stórstjörnum. Stefán Karl var ekki lengi að skila sínu. Mætti tvisvar í hljóðver þar sem honum voru lagðar ákveðnar línur og svo spann hann djöfulganginn í íslensku berserkjunum á staðnum. Undir lok myndarinnar lendir Stiller í víkingunum sem eru í jötunmóð. Það sést ekki mikið framan í þá en ef fólk leggur vel við hlustir mun það heyra fleygar íslenskar setningar á borð við þungur hnífur, þannig að þetta er heilmikið stuð. Stiller vekur alls kyns vígamenn upp til lífsins allt frá indíanum til víkinga og í einu atriði myndarinnar takast víkingur og íníani á með miklum látum. Ég mætti þarna með mina íslensku og á móti mér talaði indíáni á móðurmáli sínu. Við komumst varla neitt áfram vegna þess að við hlógum svo mikið enda var þetta alveg fráleitt en meðal þess sem ég læt indíánann heyra á íslensku er ég skal reyta af þér hanakambinn eins og hænu. Stefán Karl hefur verið búsettur í Los Angeles um nokkurt skeið og það er ekki útilokað að hann muni skjóta upp kollinum í fleiri Hollywoodmyndum. Það er ýmislegt í gangi en ég verð bara að segja eins og stjórnmálamennirnir að hlutirnir séu ekki komnir á það stig að hægt sé að tala um þá. Það gengur mjög vel en þetta tekur allt mikinn tíma en ég er sem betur fer þolinmóður maður. Menning Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Ben Stiller hittir fyrir nokkra víkinga í myndinni og það vantaði því íslenskar víkingaraddir í myndina, segir Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem mun láta í sér heyra í gamanmyndinni Night at the Museum sem skartar stórstjörnum á borð við Robin Williams, Owen Wilson, Ricky Gervais og Mickey Rooney. Það er auðvitað ekki allt vaðandi í íslenskum leikurum hérna í Los Angeles en þeir vissu af mér og buðu mér verkefnið enda þótti tilvalið að láta víkingana tala íslensku. Því er spáð að Night at the Museum verði ein vinsælasta jólamyndin vestanhafs en í henni leikur Ben Stiller taugaveiklaðan safnvörð sem leysir óvart forna bölvun úr læðingi með þeim afleiðingum að skrímsli og ýmsar forynjur sem geymdar eru á safninu vakna til lífsins og gera allt vitlaust. Ég er búinn að sjá megnið af myndinni og hún er frábær. Alveg hrikalega fyndinn, segir Stefán og bætir því við að þó þáttur hans í myndinni sé ekki stór þá sé það ekki ónýtt að vera á lista með áðurnefndum stórstjörnum. Stefán Karl var ekki lengi að skila sínu. Mætti tvisvar í hljóðver þar sem honum voru lagðar ákveðnar línur og svo spann hann djöfulganginn í íslensku berserkjunum á staðnum. Undir lok myndarinnar lendir Stiller í víkingunum sem eru í jötunmóð. Það sést ekki mikið framan í þá en ef fólk leggur vel við hlustir mun það heyra fleygar íslenskar setningar á borð við þungur hnífur, þannig að þetta er heilmikið stuð. Stiller vekur alls kyns vígamenn upp til lífsins allt frá indíanum til víkinga og í einu atriði myndarinnar takast víkingur og íníani á með miklum látum. Ég mætti þarna með mina íslensku og á móti mér talaði indíáni á móðurmáli sínu. Við komumst varla neitt áfram vegna þess að við hlógum svo mikið enda var þetta alveg fráleitt en meðal þess sem ég læt indíánann heyra á íslensku er ég skal reyta af þér hanakambinn eins og hænu. Stefán Karl hefur verið búsettur í Los Angeles um nokkurt skeið og það er ekki útilokað að hann muni skjóta upp kollinum í fleiri Hollywoodmyndum. Það er ýmislegt í gangi en ég verð bara að segja eins og stjórnmálamennirnir að hlutirnir séu ekki komnir á það stig að hægt sé að tala um þá. Það gengur mjög vel en þetta tekur allt mikinn tíma en ég er sem betur fer þolinmóður maður.
Menning Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira