HK getur tryggt úrvalsdeildarsætið 9. september 2006 11:15 Úr leik HK og Þórs. Gunnar Líndal, markvörður Þórs, hefur gripið knöttinn áður en Jón Þorgrímur Stefánsson, leikmaður HK, komst til hans. Bæði lið verða í eldlínunni í dag. MYND/Vilhelm Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið komast upp úr 2. deildinni og þá verður leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deildinni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síðarnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglisverður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deildinni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslitakeppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leiknum um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli Íslandsmeistara FH.eirikur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið komast upp úr 2. deildinni og þá verður leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deildinni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síðarnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglisverður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deildinni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslitakeppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leiknum um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli Íslandsmeistara FH.eirikur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira