Lífið

Leikið til góðs því lífið kallar

Stormandi Lukka .Gerður var góður rómur að fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Smáralind en í dag verður leikið til góðs í Háskólabíói.
Stormandi Lukka .Gerður var góður rómur að fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Smáralind en í dag verður leikið til góðs í Háskólabíói. MYND/Heiða

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika ásamt norsku söngkonunni Solveigu Kringelborn í Háskólabíói kl. 17 í dag. Tónleikarnir eru til stuðnings verkefni barna- og unglingageðdeildar Landspítalans Lífið kallar en verkefnið er unnið í samstarfi við FL Group.

Markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja, að sögn Smára Sigurðs­sonar, oddvita FL Group. Þetta er nýtilkomið samstarfsverkefni en hluti af stefnu okkar er að styðja verkefni á sviði menningar og mannúðar. Við viljum styðja þetta verkefni sem starfsfólk BUGL hefur mótað. Inntak þess lífsgleðin en við viljum koma þeim jákvæðu sjónarmiðum að og hjálpa þeim sem lent hafa í áföllum að finna hinn gleðilega tón aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.