Lífið

Opið hús í orkustöð

Frábært tækifæri Forvitnir geta stigið sín fyrstu tangóspor í vikunni.
Frábært tækifæri Forvitnir geta stigið sín fyrstu tangóspor í vikunni.

Nú stendur yfir opin vika í Kramhúsinu í Bergstaðastræti en í ár er þar í fyrsta sinn boðið upp á skipulagða prufutíma. Tímarnir eru ætlaðir þeim sem vilja kynna sér úrvalið og stíga sín fyrstu spor, til dæmis í karabískum dansi, flamengó, afró eða magadansi.

Auk dansins er líka boðið upp á leikfimi og jóga í Kramhúsinu auk leiklistar- dans og hugleiðslunámskeið fyrir börn og unglinga.

Dagskrá Kramhússins hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 11.sept. en einstaka tímar hefjast fyrr. Fyrsti gestakennari vetrarins er Guyom, frá Frakklandi, einnig er von á magadansdívunni Sofiu Vester frá Danmörku.

Nánari upplýsingar um dagskrá vetrarins má finna á www.kramhusid.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.