Madonna ekki lögsótt 22. ágúst 2006 12:30 Krossfest á wembley Madonna hefur vakið mikla athygli fyrir tónleikaferð sína, Confession, en þýsk yfirvöld hafa hótað henni lögsókn. MYND/Getty images Poppdrottningin Madonna verður ekki kærð fyrir guðlast eins og búist hafði verið við eftir tónleika hennar í Düsseldorf en þetta kemur fram á fréttavef AP-fréttastofunnar. Þýskir saksóknarar tilkynntu um helgina að þeir hygðust fylgjast grannt með tónleikum Madonnu eftir að þeim hafði borist kvörtun um að söngkonan hefði í frammi guðlast en það er lögbrot samkvæmt þýskum lögum. Madonna hefur oft hneykslað kirkjunnar menn og í einu atriðanna í þessari tónleikaferð lætur hún krossfesta sig með þyrnikórónu á hausnum. Söngkonan vísar hins vegar öllum ásökunum um guðlast á bug. Hún segist vera að benda á eyðnivandann í heiminum en hann er hvað mestur í Afríku og er talið að yfir 25 milljónir manna séu smitaðar af veirunni, þar af tæplega tvær milljónir barna. Þýski biskupinn Magot Kaesmann sagði í samtali við Bild am Sonntag að aðdáendur dívunnar ættu að sniðganga tónleikanna. "Ég hélt að Madonna væri betri en þetta af því hún hefur alltaf sagst vera trúuð manneskja," sagði Kaesmann í blaðinu. "En kannski er vanvirðing á trúarbrögðum eina leiðin fyrir roskna poppstjörnu til að láta bera á sér," bætti biskupinn við. "Ég biðla því til fólksins að sniðganga tónleikana því stjörnur koma og fara en kristin trú er til að eilífu." Talsmaður söngkonunnar í New York sagði atriðið ekki vera hugsað til að vanvirða kirkjuna. Talsmaður saksóknaraembættisins í Düsseldorf, Johannes Mocken, lýsti því síðan yfir í gær að stjórnvöld í borginni hygðust ekki kæra Madonnu fyrir guðlast. "Sumum trúuðum kann að finnast atriðið móðgandi en það er ekki glæpsamlegt," sagði Mocken við fjölmiðla í gær. Poppdívan heldur næst til Hannover en engar fregnir hafa borist af því hvort stjórnvöld þar ætli að grípa til aðgerða. Menning Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Poppdrottningin Madonna verður ekki kærð fyrir guðlast eins og búist hafði verið við eftir tónleika hennar í Düsseldorf en þetta kemur fram á fréttavef AP-fréttastofunnar. Þýskir saksóknarar tilkynntu um helgina að þeir hygðust fylgjast grannt með tónleikum Madonnu eftir að þeim hafði borist kvörtun um að söngkonan hefði í frammi guðlast en það er lögbrot samkvæmt þýskum lögum. Madonna hefur oft hneykslað kirkjunnar menn og í einu atriðanna í þessari tónleikaferð lætur hún krossfesta sig með þyrnikórónu á hausnum. Söngkonan vísar hins vegar öllum ásökunum um guðlast á bug. Hún segist vera að benda á eyðnivandann í heiminum en hann er hvað mestur í Afríku og er talið að yfir 25 milljónir manna séu smitaðar af veirunni, þar af tæplega tvær milljónir barna. Þýski biskupinn Magot Kaesmann sagði í samtali við Bild am Sonntag að aðdáendur dívunnar ættu að sniðganga tónleikanna. "Ég hélt að Madonna væri betri en þetta af því hún hefur alltaf sagst vera trúuð manneskja," sagði Kaesmann í blaðinu. "En kannski er vanvirðing á trúarbrögðum eina leiðin fyrir roskna poppstjörnu til að láta bera á sér," bætti biskupinn við. "Ég biðla því til fólksins að sniðganga tónleikana því stjörnur koma og fara en kristin trú er til að eilífu." Talsmaður söngkonunnar í New York sagði atriðið ekki vera hugsað til að vanvirða kirkjuna. Talsmaður saksóknaraembættisins í Düsseldorf, Johannes Mocken, lýsti því síðan yfir í gær að stjórnvöld í borginni hygðust ekki kæra Madonnu fyrir guðlast. "Sumum trúuðum kann að finnast atriðið móðgandi en það er ekki glæpsamlegt," sagði Mocken við fjölmiðla í gær. Poppdívan heldur næst til Hannover en engar fregnir hafa borist af því hvort stjórnvöld þar ætli að grípa til aðgerða.
Menning Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira