Lífið

Júrófíkninni svalað

Eurobandið Regína Ósk og Friðrik Ómar flytja Júróvisjónlög á balli í kvöld.
Eurobandið Regína Ósk og Friðrik Ómar flytja Júróvisjónlög á balli í kvöld.

Júróvisjónaðdáendur geta tekið gleði sína í kvöld þegar Eurobandið kemur í fyrsta sinn fram í Reykjavík. Bandið er skipað söngfólkinu Regínu Ósk Óskarsdóttir og Friðriki Ómari Hjörleifssyni ásamt hljómsveit og flytur einungis Júróvisjónlög frá öllum tímum.

„Þessi hljómsveit er einhver besta sönnun þess að Íslendingar eru Júóvisjónfíklar,“ segir Friðrik Ómar og lofar miklu stuði á ballinu, sem er haldið á Nasa í kvöld. Hljómsveitin hefur aldrei komið fram í Reykjavík en Friðrik Ómar segir að reynslan úti á landi sýni að Júróvisjón lifi góðu lífi.

Ball Eurobandsins er í tengslum við upphaf Gay Pride 2006 og mun DJ Páll Óskar hita upp liðið með góðum Júróvisjónslögurum áður en Eurobandið stígur á stokk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.