Lífið

Tveir og hálfur lítri af áfengi á mann

Bjór
Áætla má að um 580 þúsund lítrar af bjór verði seldir um helgina.
Bjór Áætla má að um 580 þúsund lítrar af bjór verði seldir um helgina.

Íslendingar innbyrða tæplega 2,4 lítrum af áfengi yfir Verslunarmannahelgina sem nú gengur í garð. Við áætlum að salan verði um 730 þúsund lítrar af áfengi fyrir helgina, segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Tæp 80% af sölunni er bjór en rauðvínið er um 9%.

Verslunarmannahelgin er ein stærsta helgin í áfengissölu hjá ÁTVR og fer salan vaxandi með hverju ári. Í fyrra voru um 700 þúsund lítrar seldir fyrir verslunarmannahelgina. Áætlað söluverðmæti áfengis fyrir helgina er í kringum 525 milljónir en á sama tíma í fyrra var það um 500 milljónum.

Þótt salan hjá ÁTVR sé mikil nú er verslunarmannahelgin ekki stærsta helgi ársins. Við seljum oftast mest vikuna fyrir jól. Í fyrra nam söluverðmæti áfengisins um 559 milljónum, segir Sigrún Ósk aðstoðarforstjóri, sem tekur þó fram að aðeins sé um áætlun sé að ræða. Réttar tölur fáist eftir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.