Lífið

Grísk gyðja

Gyðjan sjálf
Þrátt fyrir ungan aldur er Sophia Kokosalaki talin vera rísandi stjarna í tískubransanum.
Gyðjan sjálf Þrátt fyrir ungan aldur er Sophia Kokosalaki talin vera rísandi stjarna í tískubransanum.

Það eru margir sem kannast við Sophiu Kokosalaki enda er erfitt að gleyma þessu langa nafni. Hún er fatahönnuður af grískum ættum og hannar hún undir sínu eigin nafni.

Eins og margir aðrir frægir hönnuðir útskrifaðist hún úr hinum fræga listaskóla Central Saint Martins í London og eru höfuðstöðvar hennar þar á bæ. Árið 2004 var hún fengin til að hanna fatnað fyrir lokahátíðina á Ólympíuleikunum sem haldin var í hennar heimabæ, Aþenu.

Í hönnun Kokosalaki má sjá áhrif frá Grikklandi hinu forna enda er mikið um fellingar í efnum og handgerðum smáatriðum. Hennar sérgrein eru fallegir og léttir kjólar.

Hún er talin vera rísandi stjarna í tískuheiminum en hönnun hennar er enn sem komið er ekki seld á Íslandi, en vel er þess virði að leita hönnun hennar uppi í útlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.