Erlent

Sprengju líklega komið fyrir í farangri

Spænsk kona sem handtekin var í Mexíkó um síðustu helgi, hefur verið ákærð fyrir að ætla að flytja sprengiefni til Spánar.

Spænski konsúllinn í Cancún segir næsta víst að sprengiefnunum hafi verið komið fyrir í farangri hennar. Um sé að ræða unga stúlku sem var með eiginmanninum í brúðkaupsferð í Cancun, hún komi frá litlu þorpi í Galisíu og reki eigin hárgreiðslustofu. Að hans viti sé ómögulegt að hún hafi nokkuð með sprengiefnið að gera. Réttarhöld hefjast á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×