Sport

Olympíumót æskunnar

Áttunda Olympíumót æskunnar hófst á Lignano á Ítalíu í gær.  Íslendingar senda 21 keppanda á mótið og keppa þeir í fjálsum íþróttum, fimleikum, júdó og sundi.  Brynjar Gunnarsson ÍR komst í b-úrslit í 400 metra grindahlaupi, hljóp á 56,27 sekúndum og var aðeins 21 hundraðshluta úr sekúndu frá sveinametinu sem hann setti á bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins fyrir skömmu.  Árangur Brynjars er athyglisverður en hann er á yngri ári í sínum aldursflokki.  Hann keppir í b-úrslitum á morgun. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×