Sport

Nýtt Íslandsmet í 400 m skriðsundi

Sigrún Brá Sverrisdóttir Fjölni bætti í gær Íslandsmetið í 400 metra skriðsundi þegar hún synti á 4 mínútum 19,74 sekúndum. Árangur Sigrúnar er glæsilegur en hún er aðeins 15 ára. Hún bætti met Láru Hrundar Bjargardóttur um 98 hundraðshluta úr sekúndu. Metið setti Sigrún á aldursflokkamótinu á Akureyri en sundsérfræðingar segja að þetta sé í fyrsta sinn í átta ár sem Íslandsmet í fullorðinsflokki er sett á slíku móti. Sigrún Brá setti á föstudag stúlknamet í 800 metra skriðsundi. Sannarlega efnileg íþróttakona hér á ferð. Sundfólk úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar hefur mikla yfirburði í stigakeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×