Fimm hringferðalangar 14. júlí 2005 00:01 Fimm einstaklingar eru nú á göngu, hjóli eða siglingu um landið til styrktar góðum málefnum. Samtals hafa þeir lagt að baki fjögur þúsund og fimm hundruð kílómetra. Jón Eggert hóf strandgöngu sína frá Vogum á Vatnsleysuströnd þann 17. júní síðastliðinn og ætlar að ganga að Egilsstöðum í þessum áfanga. Hann er kominn yfir Almannaskarð og hóf gönguna upp úr klukkan átta í morgun rétt austan við skarðið. Hann hefur nú lokið við um 600 kílómetra göngu af rúmlega 900 kílómetrum, en hann gengur til styrktar Krabbameinsfélaginu. Í samtali við fréttastofu sagðist Jón Eggert hafa það ágætt. Á meðan hann teygði vel á kvöldin og kæmist reglulega í heita pottinn væri hann fínn. Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson eru þessa stundina á gangi á Möðrudalsöræfum en þeir ganga hringveginn til að vekja athygli á málefnum fatlaðra barna. Ganga þeirra félaga nefnist Haltur leiðir blindan. Bjarki er hreyfihamlaður og Guðbrandur er nær blindur. Þeir lögðu af stað frá Reykjavík þann 20. júní og áætla að vera komnir á Lækjartorg þann 4. ágúst. Þeir hafa nú gengið rúma 700 kílómetra. Að sögn Guðbrands gengur ferðalagið vel og þeir eru á áætlun. Í nótt munu þeir gista í Möðrudal. Eggert Skúlason fyrrverandi fréttamaður á Stöðvar 2 lagði á Holtavörðuheiðina klukkan sjö í morgunt og kom hjólandi niður í Borgarfjörð í morgun. Eggert hjólar til styrktar Hjartaheill og hefur lagt að baki um 1300 kílómetra. Morguninn hefur verið góður hjá Eggerti, en hann hefur barist við mótvind og rigningu frá því hann lagði af stað. Eggert kemur hjólandi til Reykjavíkur annað kvöld og verður heimkoman sýnd í beinni útsendingu í Íslandi í dag. Kjartan Hauksson ræðari siglir á sérstökum bát hringinn í kringum landið til styrktar Sjálfsbjörg. Hann hélt af stað úr Bolungavík þann 7. júní og þegar fréttastofan náði sambandi við hann var hann staddur á Neskaupsstað. Fyrir austan er nú bjart veður en töluverð hafgola. Kjartan hefur því notað næturnar til að róa í logninu. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira
Fimm einstaklingar eru nú á göngu, hjóli eða siglingu um landið til styrktar góðum málefnum. Samtals hafa þeir lagt að baki fjögur þúsund og fimm hundruð kílómetra. Jón Eggert hóf strandgöngu sína frá Vogum á Vatnsleysuströnd þann 17. júní síðastliðinn og ætlar að ganga að Egilsstöðum í þessum áfanga. Hann er kominn yfir Almannaskarð og hóf gönguna upp úr klukkan átta í morgun rétt austan við skarðið. Hann hefur nú lokið við um 600 kílómetra göngu af rúmlega 900 kílómetrum, en hann gengur til styrktar Krabbameinsfélaginu. Í samtali við fréttastofu sagðist Jón Eggert hafa það ágætt. Á meðan hann teygði vel á kvöldin og kæmist reglulega í heita pottinn væri hann fínn. Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson eru þessa stundina á gangi á Möðrudalsöræfum en þeir ganga hringveginn til að vekja athygli á málefnum fatlaðra barna. Ganga þeirra félaga nefnist Haltur leiðir blindan. Bjarki er hreyfihamlaður og Guðbrandur er nær blindur. Þeir lögðu af stað frá Reykjavík þann 20. júní og áætla að vera komnir á Lækjartorg þann 4. ágúst. Þeir hafa nú gengið rúma 700 kílómetra. Að sögn Guðbrands gengur ferðalagið vel og þeir eru á áætlun. Í nótt munu þeir gista í Möðrudal. Eggert Skúlason fyrrverandi fréttamaður á Stöðvar 2 lagði á Holtavörðuheiðina klukkan sjö í morgunt og kom hjólandi niður í Borgarfjörð í morgun. Eggert hjólar til styrktar Hjartaheill og hefur lagt að baki um 1300 kílómetra. Morguninn hefur verið góður hjá Eggerti, en hann hefur barist við mótvind og rigningu frá því hann lagði af stað. Eggert kemur hjólandi til Reykjavíkur annað kvöld og verður heimkoman sýnd í beinni útsendingu í Íslandi í dag. Kjartan Hauksson ræðari siglir á sérstökum bát hringinn í kringum landið til styrktar Sjálfsbjörg. Hann hélt af stað úr Bolungavík þann 7. júní og þegar fréttastofan náði sambandi við hann var hann staddur á Neskaupsstað. Fyrir austan er nú bjart veður en töluverð hafgola. Kjartan hefur því notað næturnar til að róa í logninu.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira