Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár 28. september 2005 00:01 Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Samkvæmt fréttum frá Hagstofunni nam útflutningur í ágústmánuði 14,2 milljörðum króna á meðan innflutningur nam 25,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 11,8 milljarða króna en í ágúst árið áður voru þau óhagstæð um 5,8 milljarða. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 126,1 milljarð króna en inn fyrir 185,3 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 59,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 24,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 34,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Auður Svavarsdóttir, deildarstjóri utanríkisverslunar hjá Hagstofunni, segir að samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem ná aftur til ársins 1995 sé þetta mesti halli á þessu tíu ára tímabili og gildir það bæði fyrir ágústmánuð og fyrstu átta mánuði ársins. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 42 milljarðar eða 29,3 prósentum meira á föstu gengi en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru og neysluvöru. Ein orsök vöruskiptahallans eru mikil kaup landsmanna á bílum, raftækjum og öðrum neysluvörum frá útlöndum sem fást nú á hagstæðara verði en oftast áður. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka, segir vísbendingar um að fólk kaupi frekar vörur núna vegna þess hversu ódýrar þær eru sem það hefði ella keypt síðar þegar verðið gæti verið orðið hærra. Aðspurður hvort þetta geti ekki leitt til þess að fólk reisi sér hurðarás um öxl segir Jón Bjarki að það virðist vera af tölum um útlánaaukningu og skuldsetningu að menn séu kannski að teygja sig eins langt og þeir geta til þess að kaupa vörurnar fyrr en seinna. Það sé þó ekki þar með sagt að það þurfi að verða skörp breyting til hins verra, frekar sé búist við að kaup á vörunum fjari út. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Samkvæmt fréttum frá Hagstofunni nam útflutningur í ágústmánuði 14,2 milljörðum króna á meðan innflutningur nam 25,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 11,8 milljarða króna en í ágúst árið áður voru þau óhagstæð um 5,8 milljarða. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 126,1 milljarð króna en inn fyrir 185,3 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 59,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 24,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 34,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Auður Svavarsdóttir, deildarstjóri utanríkisverslunar hjá Hagstofunni, segir að samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem ná aftur til ársins 1995 sé þetta mesti halli á þessu tíu ára tímabili og gildir það bæði fyrir ágústmánuð og fyrstu átta mánuði ársins. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 42 milljarðar eða 29,3 prósentum meira á föstu gengi en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru og neysluvöru. Ein orsök vöruskiptahallans eru mikil kaup landsmanna á bílum, raftækjum og öðrum neysluvörum frá útlöndum sem fást nú á hagstæðara verði en oftast áður. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka, segir vísbendingar um að fólk kaupi frekar vörur núna vegna þess hversu ódýrar þær eru sem það hefði ella keypt síðar þegar verðið gæti verið orðið hærra. Aðspurður hvort þetta geti ekki leitt til þess að fólk reisi sér hurðarás um öxl segir Jón Bjarki að það virðist vera af tölum um útlánaaukningu og skuldsetningu að menn séu kannski að teygja sig eins langt og þeir geta til þess að kaupa vörurnar fyrr en seinna. Það sé þó ekki þar með sagt að það þurfi að verða skörp breyting til hins verra, frekar sé búist við að kaup á vörunum fjari út.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira