Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár 28. september 2005 00:01 Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Samkvæmt fréttum frá Hagstofunni nam útflutningur í ágústmánuði 14,2 milljörðum króna á meðan innflutningur nam 25,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 11,8 milljarða króna en í ágúst árið áður voru þau óhagstæð um 5,8 milljarða. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 126,1 milljarð króna en inn fyrir 185,3 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 59,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 24,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 34,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Auður Svavarsdóttir, deildarstjóri utanríkisverslunar hjá Hagstofunni, segir að samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem ná aftur til ársins 1995 sé þetta mesti halli á þessu tíu ára tímabili og gildir það bæði fyrir ágústmánuð og fyrstu átta mánuði ársins. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 42 milljarðar eða 29,3 prósentum meira á föstu gengi en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru og neysluvöru. Ein orsök vöruskiptahallans eru mikil kaup landsmanna á bílum, raftækjum og öðrum neysluvörum frá útlöndum sem fást nú á hagstæðara verði en oftast áður. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka, segir vísbendingar um að fólk kaupi frekar vörur núna vegna þess hversu ódýrar þær eru sem það hefði ella keypt síðar þegar verðið gæti verið orðið hærra. Aðspurður hvort þetta geti ekki leitt til þess að fólk reisi sér hurðarás um öxl segir Jón Bjarki að það virðist vera af tölum um útlánaaukningu og skuldsetningu að menn séu kannski að teygja sig eins langt og þeir geta til þess að kaupa vörurnar fyrr en seinna. Það sé þó ekki þar með sagt að það þurfi að verða skörp breyting til hins verra, frekar sé búist við að kaup á vörunum fjari út. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Samkvæmt fréttum frá Hagstofunni nam útflutningur í ágústmánuði 14,2 milljörðum króna á meðan innflutningur nam 25,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 11,8 milljarða króna en í ágúst árið áður voru þau óhagstæð um 5,8 milljarða. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 126,1 milljarð króna en inn fyrir 185,3 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 59,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 24,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 34,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Auður Svavarsdóttir, deildarstjóri utanríkisverslunar hjá Hagstofunni, segir að samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem ná aftur til ársins 1995 sé þetta mesti halli á þessu tíu ára tímabili og gildir það bæði fyrir ágústmánuð og fyrstu átta mánuði ársins. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 42 milljarðar eða 29,3 prósentum meira á föstu gengi en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru og neysluvöru. Ein orsök vöruskiptahallans eru mikil kaup landsmanna á bílum, raftækjum og öðrum neysluvörum frá útlöndum sem fást nú á hagstæðara verði en oftast áður. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka, segir vísbendingar um að fólk kaupi frekar vörur núna vegna þess hversu ódýrar þær eru sem það hefði ella keypt síðar þegar verðið gæti verið orðið hærra. Aðspurður hvort þetta geti ekki leitt til þess að fólk reisi sér hurðarás um öxl segir Jón Bjarki að það virðist vera af tölum um útlánaaukningu og skuldsetningu að menn séu kannski að teygja sig eins langt og þeir geta til þess að kaupa vörurnar fyrr en seinna. Það sé þó ekki þar með sagt að það þurfi að verða skörp breyting til hins verra, frekar sé búist við að kaup á vörunum fjari út.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira