Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár 28. september 2005 00:01 Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Samkvæmt fréttum frá Hagstofunni nam útflutningur í ágústmánuði 14,2 milljörðum króna á meðan innflutningur nam 25,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 11,8 milljarða króna en í ágúst árið áður voru þau óhagstæð um 5,8 milljarða. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 126,1 milljarð króna en inn fyrir 185,3 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 59,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 24,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 34,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Auður Svavarsdóttir, deildarstjóri utanríkisverslunar hjá Hagstofunni, segir að samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem ná aftur til ársins 1995 sé þetta mesti halli á þessu tíu ára tímabili og gildir það bæði fyrir ágústmánuð og fyrstu átta mánuði ársins. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 42 milljarðar eða 29,3 prósentum meira á föstu gengi en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru og neysluvöru. Ein orsök vöruskiptahallans eru mikil kaup landsmanna á bílum, raftækjum og öðrum neysluvörum frá útlöndum sem fást nú á hagstæðara verði en oftast áður. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka, segir vísbendingar um að fólk kaupi frekar vörur núna vegna þess hversu ódýrar þær eru sem það hefði ella keypt síðar þegar verðið gæti verið orðið hærra. Aðspurður hvort þetta geti ekki leitt til þess að fólk reisi sér hurðarás um öxl segir Jón Bjarki að það virðist vera af tölum um útlánaaukningu og skuldsetningu að menn séu kannski að teygja sig eins langt og þeir geta til þess að kaupa vörurnar fyrr en seinna. Það sé þó ekki þar með sagt að það þurfi að verða skörp breyting til hins verra, frekar sé búist við að kaup á vörunum fjari út. Fréttir Innlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Samkvæmt fréttum frá Hagstofunni nam útflutningur í ágústmánuði 14,2 milljörðum króna á meðan innflutningur nam 25,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 11,8 milljarða króna en í ágúst árið áður voru þau óhagstæð um 5,8 milljarða. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 126,1 milljarð króna en inn fyrir 185,3 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 59,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 24,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 34,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Auður Svavarsdóttir, deildarstjóri utanríkisverslunar hjá Hagstofunni, segir að samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem ná aftur til ársins 1995 sé þetta mesti halli á þessu tíu ára tímabili og gildir það bæði fyrir ágústmánuð og fyrstu átta mánuði ársins. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 42 milljarðar eða 29,3 prósentum meira á föstu gengi en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru og neysluvöru. Ein orsök vöruskiptahallans eru mikil kaup landsmanna á bílum, raftækjum og öðrum neysluvörum frá útlöndum sem fást nú á hagstæðara verði en oftast áður. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka, segir vísbendingar um að fólk kaupi frekar vörur núna vegna þess hversu ódýrar þær eru sem það hefði ella keypt síðar þegar verðið gæti verið orðið hærra. Aðspurður hvort þetta geti ekki leitt til þess að fólk reisi sér hurðarás um öxl segir Jón Bjarki að það virðist vera af tölum um útlánaaukningu og skuldsetningu að menn séu kannski að teygja sig eins langt og þeir geta til þess að kaupa vörurnar fyrr en seinna. Það sé þó ekki þar með sagt að það þurfi að verða skörp breyting til hins verra, frekar sé búist við að kaup á vörunum fjari út.
Fréttir Innlent Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira