Erlent

Sprengt við ræðismannsskrifstofu

Tvær heimatilbúnar handsprengjur voru sprengdar fyrir utan bresku ræðismannsskrifstofuna í New York í gærmorgun. Engin meiðsl urðu á fólki en húsið sem skrifstofan er í skemmdist nokkuð. Ekki liggur fyrir hvort verknaðinum var beint sérstaklega að skrifstofunni en fjölmörg fyrirtæki hafa aðsetur í byggingunni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins vildi ekki greina frá því hvort yfirvöld teldu að tilræðið stæði í sambandi við þingkosningarnar sem fóru fram í Bretlandi í gær, aðeins að málið væri í rannsókn. Íslenska ræðismannsskrifstofan í New York stendur aðeins steinsnar frá þeirri bresku og fór starfsfólk þar ekki varhluta af rannsóknum lögreglu og ágangi fréttamanna í kjölfar sprengingarinnar að sögn Ragnars Kristjánssonar sem þar starfar. Götunni var lokað um sinn í gærmorgun vegna rannsóknar. Engin var mættur til vinnu á íslensku skrifstofunni þegar sprenginarnar urðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×