Erlent

Rannsaka sprengjutilræði

Lögregla í New York í Bandaríkjunum reynir nú ásamt sérfræðingum í hryðjuverkum og alríkislögreglunni að komast að því hver hafi komið fyrir tveimur sprengjum sem sprungu fyrir utan ræðismannsskrifstofu Bretlands í borginni í morgun. Um var að ræða heimatilbúnar sprengjur sem sprungu með nokkurra sekúndna millibili fyrir utan skrifstofuna og voru þær svo öflugar að gluggar splundruðust og framhlið byggingarinnar skemmdist nokkuð. Engan sakaði í tilræðinu. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði á blaðamannafundi í morgun að lögregla hefði ekki hugmynd um hver hefði staðið á bak við verknaðinn en varaði fólk við að hrapa að ályktunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×