Chicago 2 - Washington 3 5. maí 2005 00:01 Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig. NBA Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira
Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig.
NBA Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira