Sport

Bikarkeppnin í sundi um helgina

Um helgina verður keppt í bikarkeppninni í sundi. Sex lið keppa í 1. deild en þau eru Ægir, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Sundfélag Hafnarfjarðar, KR, Íþróttabandalag Akraness og Sundfélagið Óðinn á Akureyri. Níu lið keppa í 2. deild. Keppt verður í Laugardalslauginni. Mótið verður sett klukkan 17.45 en keppnin hefst stundarfjórðungi síðar. Bikarkeppnin í sundi fer nú fram í júlí en hefur oftast farið fram í nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×