Sport

Tyson ekki á því að hætta

Umboðsmaður hnefaleikarans Mikes Tyson, sem nýlega hét því að stíga aldrei fæti inn í hringinn aftur, hefur sagt frá því að hann sé að undirbúa sérstaka mótaröð þar sem fyrrum stórstjörnur í þungavigtinni munu leiða saman hesta sína. Jeff Fenech, hinn ástralski umboðsmaður Tysons, sér fram á að kappinn verði að berjast meira til að bjarga sér frá gjaldþroti og hefur í huga að setja á fót nokkra fjögurra lotna bardaga, þar sem fallnar stjörnur eins og Riddick Bowe og Evander Holyfield eru nefndar til sögunnar sem hugsanlegir andstæðingar Tysons. "Þó Tyson hafi ekki lengur það sem til þarf í stóra tíu lotna bardaga er hann enn fílhraustur og sannur meistari," sagði Fenech.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×