Sterkasta vígi þýskra krata fallið 22. maí 2005 00:01 Eftir 39 ára samfleytta valdatíð jafnaðarmanna tókst kristilegum demókrötum (CDU) loks í gær að velta þeim úr sessi í Nordrhein-Westfalen, sem með um 18 milljónir íbúa er langfjölmennast hinna 16 sambandslanda Þýskalands. Í kosningunum til héraðsþingsins urðu kristilegir demókratar langstærsti flokkurinn með um 45 prósent atkvæða. Þeir munu því undir forystu Jürgens Rüttgers halda um stjórntaumana í Düsseldorf næstu fimm árin, reyndar með fulltingi frjálslyndra demókrata sem fengu um sex prósent atkvæða. Græningjar, sem undanfarið kjörtímabil voru í samsteypustjórn með jafnaðarmönnum, fengu einnig um sex prósenta fylgi. Fylgisaukning kristilegra demókrata frá því í síðustu kosningum er um átta prósentustig en fylgi jafnaðarmanna í þessu rótgróna vígi þeirra hefur ekki verið minna í kosningum síðan árið 1954. Það var nú rúm 37 prósent. Frá því árið 1999 hafa jafnaðarmenn tapað héraðsþingkosningum í sjö sambandslöndum. Þessi "ósigurganga" þeirra er aðallega rakin til þess hve litlum árangri tilraunir ríkisstjórnarinnar til að efla hagvöxt og draga úr atvinnuleysi hafa skilað. Fyrir kosningarnar í Nordrhein-Westfalen lýstu kristilegir demókratar þær mikilvægan áfanga að því að koma "rauð-grænu" ríkisstjórninni í Berlín frá völdum í næstu Sambandsþingkosningum. Eftir yfirlýsingu Gerhards Schröders kanslara í gær um að kosningunum skyldi flýtt til komandi hausts er ljóst að CDU hefur færst allverulega nær þessu markmiði sínu. Flýting kosninganna þýðir ennfremur að nær öruggt er að Angela Merkel, formaður CDU, verði kanslaraefni flokksins. Hugsanlegir innanflokkskeppinautar hennar um það hlutverk, þar á meðal Edmund Stoiber í Bæjaralandi sem var kanslaraefnið fyrir síðustu kosningar, munu að mati stjórnmálaskýrenda draga sig í hlé og fylkja liði að baki Merkel til að hámarka möguleika flokksins á því að hafa betur í stuttri og snarpri kosningabaráttu. Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Eftir 39 ára samfleytta valdatíð jafnaðarmanna tókst kristilegum demókrötum (CDU) loks í gær að velta þeim úr sessi í Nordrhein-Westfalen, sem með um 18 milljónir íbúa er langfjölmennast hinna 16 sambandslanda Þýskalands. Í kosningunum til héraðsþingsins urðu kristilegir demókratar langstærsti flokkurinn með um 45 prósent atkvæða. Þeir munu því undir forystu Jürgens Rüttgers halda um stjórntaumana í Düsseldorf næstu fimm árin, reyndar með fulltingi frjálslyndra demókrata sem fengu um sex prósent atkvæða. Græningjar, sem undanfarið kjörtímabil voru í samsteypustjórn með jafnaðarmönnum, fengu einnig um sex prósenta fylgi. Fylgisaukning kristilegra demókrata frá því í síðustu kosningum er um átta prósentustig en fylgi jafnaðarmanna í þessu rótgróna vígi þeirra hefur ekki verið minna í kosningum síðan árið 1954. Það var nú rúm 37 prósent. Frá því árið 1999 hafa jafnaðarmenn tapað héraðsþingkosningum í sjö sambandslöndum. Þessi "ósigurganga" þeirra er aðallega rakin til þess hve litlum árangri tilraunir ríkisstjórnarinnar til að efla hagvöxt og draga úr atvinnuleysi hafa skilað. Fyrir kosningarnar í Nordrhein-Westfalen lýstu kristilegir demókratar þær mikilvægan áfanga að því að koma "rauð-grænu" ríkisstjórninni í Berlín frá völdum í næstu Sambandsþingkosningum. Eftir yfirlýsingu Gerhards Schröders kanslara í gær um að kosningunum skyldi flýtt til komandi hausts er ljóst að CDU hefur færst allverulega nær þessu markmiði sínu. Flýting kosninganna þýðir ennfremur að nær öruggt er að Angela Merkel, formaður CDU, verði kanslaraefni flokksins. Hugsanlegir innanflokkskeppinautar hennar um það hlutverk, þar á meðal Edmund Stoiber í Bæjaralandi sem var kanslaraefnið fyrir síðustu kosningar, munu að mati stjórnmálaskýrenda draga sig í hlé og fylkja liði að baki Merkel til að hámarka möguleika flokksins á því að hafa betur í stuttri og snarpri kosningabaráttu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira