Úkraínuforseti rekur stjórnina 8. september 2005 00:01 Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, rak alla ríkisstjórn landsins í gær. Sem aðalástæðu fyrir þessari óvæntu og róttæku ráðstöfun sagði hann vera "skort á liðsanda" í stjórninni. Ákvörðun Jústsjenkós um að leysa upp stjórnina tengist ákvörðun hans um að fallast á afsögn Petro Porosjenkós, yfirmanns hins volduga öryggis- og varnarmálaráðs ríkisins. Eftir brotthvarf ríkisstjórnar Júlíu Timosjenkó forsætisráðherra, sem var aðalsamsherji Jústsjenkós í "appelsínugulu byltingunni" á síðasta ári, lítur æ meir út fyrir að forsetinn sé að einangrast. Hann virtist hins vegar hinn yfirvegaðasti þegar hann talaði við fréttamenn úkraínskra sjónvarpsstöðva í gær. "Ég vissi að það væru alvarlegar deilur milli þessa fólks ... en ég vonaði að þeim gæfist samt ekki ráðrúm til samsæris," sagði forsetinn. Jústsjenkó rak stjórnina eftir að Porosjenkó og aðrir háttsettir ráðgjafar forsetans voru sakaðir um spillingu af meðlimum stjórnarinnar, fyrrverandi bandamönnum þeirra í appelsínugulu byltingunni. Jústsjenkó sagði ásakanirnar "alvarlegar en tilhæfulausar". Hann sagðist síðan vonast til að bæði Timosjenkó og Porosjenkó yrðu áfram í innsta hring samherja sinna, en þau yrðu að fallast á að starfa saman. Vitaliy Chepinoga, talsmaður Timosjenkó, sagði hana ekki myndu tjá sig um málið strax. Jústsjenkó skipaði Júriy Jekhanurov, fyrrverandi efnahagsráðherra og núverandi héraðsstjóra í Dnipropetrovsk-héraði í austurhluta landsins, sem forsætisráðherra til bráðabirgða. Jústsjenkó sagði skærur milli þeirra Porosjenkós og Timosjenkó hafa verið orðnar "daglegt brauð" sem hann hafi orðið að binda enda á. Oleksandr Lytvynenko, stjórnmálafræðingur við Razumkov-hugveituna, sagði að líklega kæmi ákvörðun forsetans um að reka ríkisstjórnina honum sjálfum í koll. "Efasemdir hafa þegar komið upp um hæfni hans til að taka ákvarðanir, sem eru farnar að skaða ímynd hans ekki aðeins innanlands heldur einnig erlendis," hefur AP eftir honum. Erlent Fréttir Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, rak alla ríkisstjórn landsins í gær. Sem aðalástæðu fyrir þessari óvæntu og róttæku ráðstöfun sagði hann vera "skort á liðsanda" í stjórninni. Ákvörðun Jústsjenkós um að leysa upp stjórnina tengist ákvörðun hans um að fallast á afsögn Petro Porosjenkós, yfirmanns hins volduga öryggis- og varnarmálaráðs ríkisins. Eftir brotthvarf ríkisstjórnar Júlíu Timosjenkó forsætisráðherra, sem var aðalsamsherji Jústsjenkós í "appelsínugulu byltingunni" á síðasta ári, lítur æ meir út fyrir að forsetinn sé að einangrast. Hann virtist hins vegar hinn yfirvegaðasti þegar hann talaði við fréttamenn úkraínskra sjónvarpsstöðva í gær. "Ég vissi að það væru alvarlegar deilur milli þessa fólks ... en ég vonaði að þeim gæfist samt ekki ráðrúm til samsæris," sagði forsetinn. Jústsjenkó rak stjórnina eftir að Porosjenkó og aðrir háttsettir ráðgjafar forsetans voru sakaðir um spillingu af meðlimum stjórnarinnar, fyrrverandi bandamönnum þeirra í appelsínugulu byltingunni. Jústsjenkó sagði ásakanirnar "alvarlegar en tilhæfulausar". Hann sagðist síðan vonast til að bæði Timosjenkó og Porosjenkó yrðu áfram í innsta hring samherja sinna, en þau yrðu að fallast á að starfa saman. Vitaliy Chepinoga, talsmaður Timosjenkó, sagði hana ekki myndu tjá sig um málið strax. Jústsjenkó skipaði Júriy Jekhanurov, fyrrverandi efnahagsráðherra og núverandi héraðsstjóra í Dnipropetrovsk-héraði í austurhluta landsins, sem forsætisráðherra til bráðabirgða. Jústsjenkó sagði skærur milli þeirra Porosjenkós og Timosjenkó hafa verið orðnar "daglegt brauð" sem hann hafi orðið að binda enda á. Oleksandr Lytvynenko, stjórnmálafræðingur við Razumkov-hugveituna, sagði að líklega kæmi ákvörðun forsetans um að reka ríkisstjórnina honum sjálfum í koll. "Efasemdir hafa þegar komið upp um hæfni hans til að taka ákvarðanir, sem eru farnar að skaða ímynd hans ekki aðeins innanlands heldur einnig erlendis," hefur AP eftir honum.
Erlent Fréttir Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira