Úkraínuforseti rekur stjórnina 8. september 2005 00:01 Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, rak alla ríkisstjórn landsins í gær. Sem aðalástæðu fyrir þessari óvæntu og róttæku ráðstöfun sagði hann vera "skort á liðsanda" í stjórninni. Ákvörðun Jústsjenkós um að leysa upp stjórnina tengist ákvörðun hans um að fallast á afsögn Petro Porosjenkós, yfirmanns hins volduga öryggis- og varnarmálaráðs ríkisins. Eftir brotthvarf ríkisstjórnar Júlíu Timosjenkó forsætisráðherra, sem var aðalsamsherji Jústsjenkós í "appelsínugulu byltingunni" á síðasta ári, lítur æ meir út fyrir að forsetinn sé að einangrast. Hann virtist hins vegar hinn yfirvegaðasti þegar hann talaði við fréttamenn úkraínskra sjónvarpsstöðva í gær. "Ég vissi að það væru alvarlegar deilur milli þessa fólks ... en ég vonaði að þeim gæfist samt ekki ráðrúm til samsæris," sagði forsetinn. Jústsjenkó rak stjórnina eftir að Porosjenkó og aðrir háttsettir ráðgjafar forsetans voru sakaðir um spillingu af meðlimum stjórnarinnar, fyrrverandi bandamönnum þeirra í appelsínugulu byltingunni. Jústsjenkó sagði ásakanirnar "alvarlegar en tilhæfulausar". Hann sagðist síðan vonast til að bæði Timosjenkó og Porosjenkó yrðu áfram í innsta hring samherja sinna, en þau yrðu að fallast á að starfa saman. Vitaliy Chepinoga, talsmaður Timosjenkó, sagði hana ekki myndu tjá sig um málið strax. Jústsjenkó skipaði Júriy Jekhanurov, fyrrverandi efnahagsráðherra og núverandi héraðsstjóra í Dnipropetrovsk-héraði í austurhluta landsins, sem forsætisráðherra til bráðabirgða. Jústsjenkó sagði skærur milli þeirra Porosjenkós og Timosjenkó hafa verið orðnar "daglegt brauð" sem hann hafi orðið að binda enda á. Oleksandr Lytvynenko, stjórnmálafræðingur við Razumkov-hugveituna, sagði að líklega kæmi ákvörðun forsetans um að reka ríkisstjórnina honum sjálfum í koll. "Efasemdir hafa þegar komið upp um hæfni hans til að taka ákvarðanir, sem eru farnar að skaða ímynd hans ekki aðeins innanlands heldur einnig erlendis," hefur AP eftir honum. Erlent Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, rak alla ríkisstjórn landsins í gær. Sem aðalástæðu fyrir þessari óvæntu og róttæku ráðstöfun sagði hann vera "skort á liðsanda" í stjórninni. Ákvörðun Jústsjenkós um að leysa upp stjórnina tengist ákvörðun hans um að fallast á afsögn Petro Porosjenkós, yfirmanns hins volduga öryggis- og varnarmálaráðs ríkisins. Eftir brotthvarf ríkisstjórnar Júlíu Timosjenkó forsætisráðherra, sem var aðalsamsherji Jústsjenkós í "appelsínugulu byltingunni" á síðasta ári, lítur æ meir út fyrir að forsetinn sé að einangrast. Hann virtist hins vegar hinn yfirvegaðasti þegar hann talaði við fréttamenn úkraínskra sjónvarpsstöðva í gær. "Ég vissi að það væru alvarlegar deilur milli þessa fólks ... en ég vonaði að þeim gæfist samt ekki ráðrúm til samsæris," sagði forsetinn. Jústsjenkó rak stjórnina eftir að Porosjenkó og aðrir háttsettir ráðgjafar forsetans voru sakaðir um spillingu af meðlimum stjórnarinnar, fyrrverandi bandamönnum þeirra í appelsínugulu byltingunni. Jústsjenkó sagði ásakanirnar "alvarlegar en tilhæfulausar". Hann sagðist síðan vonast til að bæði Timosjenkó og Porosjenkó yrðu áfram í innsta hring samherja sinna, en þau yrðu að fallast á að starfa saman. Vitaliy Chepinoga, talsmaður Timosjenkó, sagði hana ekki myndu tjá sig um málið strax. Jústsjenkó skipaði Júriy Jekhanurov, fyrrverandi efnahagsráðherra og núverandi héraðsstjóra í Dnipropetrovsk-héraði í austurhluta landsins, sem forsætisráðherra til bráðabirgða. Jústsjenkó sagði skærur milli þeirra Porosjenkós og Timosjenkó hafa verið orðnar "daglegt brauð" sem hann hafi orðið að binda enda á. Oleksandr Lytvynenko, stjórnmálafræðingur við Razumkov-hugveituna, sagði að líklega kæmi ákvörðun forsetans um að reka ríkisstjórnina honum sjálfum í koll. "Efasemdir hafa þegar komið upp um hæfni hans til að taka ákvarðanir, sem eru farnar að skaða ímynd hans ekki aðeins innanlands heldur einnig erlendis," hefur AP eftir honum.
Erlent Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira