Erlent

Fékk alvarlegt hjartaáfall

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, fékk alvarlegt hjartaáfall í dag og var fluttur á sjúkrahús. Þetta hefur Reuters-fréttastofun eftir heimildarmanni sem er nátengdur fjölskyldu Pinochets. Einræðisherrann fyrrverandi hefur sætt ákærum fyrir grimmdarverk í stjórnartíð sinni, 1973-1990, en hann hefur verið heilsuveill undanfarin ár og fengið nokkur minni háttar hjartaáföll.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×