Erlent

Harðari aðgerðir gegn veiðiþjófum

Indversk stjórnvöld verða að grípa til harðari aðgerða til þess að stemma stigu við tígrisdýradrápum í landinu. Þetta segir nefnd sem skipuð var til þess að kanna ástand tígrisdýrastofnsins í landinu. Fréttir bárust af því í mars að veiðiþjófar hefðu hugsanlega drepið öll tígrisdýrin, eða 16-18 dýr, á verndarsvæði í vesturhluta landsins og var í kjölfarið skipuð nefnd til að fara yfir málið. Nefndin gagnrýnir lögreglu harðlega máttlitla baráttu gegn veiðiþjófum og segist óttast að ástand tígrisdýrastofnsins sé mun verra en talið hefur verið hingað til. Stofna verði sérsveit til þess að hafa eftirlit með lífi villtra dýra ef ekki eigi verr að fara. Tígrisdýr eru í útrýmingarhættu enda hefur þeim fækkað úr 40 þúsundum í 3.700 á einni öld, en sumir náttúruverndarsinnar telja að fjöldi þeirra sé jafnvel innan við tvö þúsund. Verslun með tígrisdýraafurðir er ólögleg en engu að drepa veiðiþjófar þau þar sem þeir fá allt upp undir 50 þúsund dollara, eða 3,2 milljónir króna, fyrir dýrið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×