Sport

Skagamenn sigruðu Vestmannaeyinga

Áttundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar Skagamenn sigruðu Vestmannaeyinga með tveimur mörkum gegn engu á Akranesi. Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Andri Júlíusson skoruðu mörkin. Skagamenn komust með sigrinum í 6. sæti deildarinnar, eru með 10 stig líkt og KR-ingar sem eru í fimmta sæti á markamun. Eyjamenn eru í 9da og næstneðsta sæti með 6 stig. Níunda umferð hefst í kvöld með þremur leikjum. Klukkan 19:15 keppa Þróttur og Valur á Laugardalsvelli og FH og Fram í Kaplakrika. Klukkan 20:00 mætast Keflavík og Grindavík en leikur liðanna sem fram fer á Keflavíkurvelli verður sýndur beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×