Sport

Loeb með forystu í Grikklandi

Frakkinn Sebastian Loeb hefur forystu í Akrópólisrallinu. Þegar 11 sérleiðir eru búnar er Citroën-bíll Loebs 25,7 sekúndum á undan Peuegeot-bíl Finnans Markusar Grönholms. Spánverjinn Carlos Sainz á Citroën er í þriðja sæti, einni mínútu og þremur sekúndum á eftir Loeb. Þegar 7 umferðir af 16 eru búnar hefur Loeb örugga forystu í keppni um heimsmeistaratitil ökumanna, er með 55 stig og er 13 stigum á undan Norðmanninum Petter Solberg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×