Stríðið gegn hryðjuverkum 29. júní 2005 00:01 Það er aðeins eitt stríð í gangi: stríðið gegn hryðjuverkum og einn vígvöllurinn er Írak. Þetta var meginkjarninn í sjónvarpsávarpi Bush Bandaríkjaforseta í gær, þar sem hann tengdi stríðið í Írak og árásirnar á Bandaríkin ellefta september ítrekað saman. Bush var rólegur og yfirvegaður á skjánum í gær enda tilgangurinn að sannfæra landa sína um að allt væri í sómanum. Hann sagði m.a.: Líkt og flestir Bandaríkjamenn hef ég séð myndirnar sem sýna ofbeldi og blóðsúthellingar. Þær eru skelfilegar og þjáningarnar eru raunverulegar. Ég veit að Bandríkjamenn spyrja sig frammi fyrir öllu þessu ofbeldi hvort fórnirnar borgi sig? Þær gera það og eru nauðsynlegar öryggi landsins. Óvinir okkar munu bara bera sigur úr býtum ef við gleymum þeim lærdómi sem við drógum af ellefta september. Látum framtíð Íraka í hendur Zarkaví og látum menn eins og Bin Laden um að ráða framtíð Mið-Austurlanda. Ég vil gæta að öryggi þjóðar minna. Ég læt þetta ekki gerast á minni vakt. Sjö hundruð og fimmtíu hermenn sem hlýddu á Bush fögnuðu ákaft en viðbrögðin á götunni hvort sem er í Írak eða Bandaríkjunm voru heldur neikvæðari. Ávarpið var ekki síst viðbrögð við dvínandi vinsældum Bush og tiltrú almennings á honum. Demókratar gagnrýndu forsetann harðlega í gærkvöldi en samkvæmt könnun CNN voru fjörutíu og sex prósent mjög jákvæð að því loknu, tuttugu og átta prósent nokkuð jákvæð og 24 prósent neikvæð. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Það er aðeins eitt stríð í gangi: stríðið gegn hryðjuverkum og einn vígvöllurinn er Írak. Þetta var meginkjarninn í sjónvarpsávarpi Bush Bandaríkjaforseta í gær, þar sem hann tengdi stríðið í Írak og árásirnar á Bandaríkin ellefta september ítrekað saman. Bush var rólegur og yfirvegaður á skjánum í gær enda tilgangurinn að sannfæra landa sína um að allt væri í sómanum. Hann sagði m.a.: Líkt og flestir Bandaríkjamenn hef ég séð myndirnar sem sýna ofbeldi og blóðsúthellingar. Þær eru skelfilegar og þjáningarnar eru raunverulegar. Ég veit að Bandríkjamenn spyrja sig frammi fyrir öllu þessu ofbeldi hvort fórnirnar borgi sig? Þær gera það og eru nauðsynlegar öryggi landsins. Óvinir okkar munu bara bera sigur úr býtum ef við gleymum þeim lærdómi sem við drógum af ellefta september. Látum framtíð Íraka í hendur Zarkaví og látum menn eins og Bin Laden um að ráða framtíð Mið-Austurlanda. Ég vil gæta að öryggi þjóðar minna. Ég læt þetta ekki gerast á minni vakt. Sjö hundruð og fimmtíu hermenn sem hlýddu á Bush fögnuðu ákaft en viðbrögðin á götunni hvort sem er í Írak eða Bandaríkjunm voru heldur neikvæðari. Ávarpið var ekki síst viðbrögð við dvínandi vinsældum Bush og tiltrú almennings á honum. Demókratar gagnrýndu forsetann harðlega í gærkvöldi en samkvæmt könnun CNN voru fjörutíu og sex prósent mjög jákvæð að því loknu, tuttugu og átta prósent nokkuð jákvæð og 24 prósent neikvæð.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira