Sport

KA í öðru sæti

KA komst í annað sætið í 1. deild karla þegar liðið sigraði Víking Ólafsvík með þremur mörkum gegn engu í Ólafsvík í gærkvöldi.   Hreinn Hringsson, Óli Þór Birgisson og Pálmi Rafn Pálmason skoruðu mörkin.  Tveimur leikmönnum Víkings var vísað af velli.  Breiðablik hefur forystu í deildinni er með 19 stig eftir 7 umferðir, KA hefur 13 og Víkingur Reykjavík er í 3. sæti með 12 stig. Áttundu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld, ÍA og ÍBV mætast á Akranesi klukkan 19.15.  Liðin eru í áttunda og níunda sæti deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×