Sport

Hert lyfjaeftirlit í knattspyrnu

Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að herða lyfjaeftirlitið í meistaradeild Evrópu næsta vetur.  Þannig verða 950 leikmenn í liðunum 32 sem taka þátt í riðlakeppninni settir í lyfjapróf.  Leikmennirnir gætu fengið heimsókn frá lyfjaeftirlitsmönnum á æfingum eða nánast hvenær sem er.  Samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi 1. júní sl. er lyfjaeftirlitinu heimilt að taka blóð- eða þvagsýni.  Forystumönnum liðanna 32 sem vinna sér keppnisrétt í meistaradeildinni verður greint nánar frá þessu herta eftirliti á fundi í september, skömmu áður en riðlakeppni meistaradeildarinnar hefst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×