ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik 21. apríl 2005 00:01 ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í Eyjum með fjögurra marka sigri á ÍBV, 33-29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Austurbergi í gær. ÍR-ingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og héldu frumkvæðinu út leikinn þrátt fyrir að Eyjamenn hafi náð að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Það vakti athygli að Roland Eradze sem varði 20 skot á fyrstu 40 mínútum leiksins var skipt útaf þegar 20 mínútur voru eftir og kom ekkert inná meira í leiknum. Hinum megin var það hinsvegar góð markvarsla Ólafs Hauks Gíslasonar allan leikinn og árangursrík 4:2 vörn á aðalskyttur ÍBV sem lagði grunninn að sigrinum. "Við tóku aðra tvo úr umferð í dag en í lokin á síðasta leik og það gekk upp. Við leystum líka sóknina sem var til vandræða hjá okkur í fyrsta leiknum. Þetta var allt annað. Við gerðum okkur grein fyrir stöðunni, það var núna eða aldrei og það verður það sama upp á teningnum á sunnudaginn," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR eftir leikinn sem var öllu kátari en kollegi sinn hjá ÍBV.. "Það er alveg sama hvað við gerum. Það voru dæmdir 15 ruðningar á okkur í fyrri hállfeik og við fengum aldrei að stilla upp. Það var allt reynt til að dæma á okkur sóknarlega. Við fáum ekkert að spila okkar leik. Menn eru meðal annars búnir að taka Svavar Vignisson fyrir og það eina sem við getum gert er að taka hann útaf. Við getum ekki leyft honum að spila því dómarnir vilja ekki hafa hann inná," sagði harðorður þjálfari Eyjamanna Erlingur Richardsson eftir leik en gat þó ekki bent á betri dómara til þess að dæma oddaleikinn. "Hvaða dómarar eru í boði, við eigum ekkert betra. Við erum með langtum betra lið og erum til dæmis bara að tapa hér með fjórum mörkum þótt þeir séu með dómarana með sér allan leikinn. Ég stolltur af strákunum fyrir það. Við þurfum bara að fá dómara sem leyfa okkur að spila handbolta. Við erum búnir að fá ná. Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur eftir leikinn. Tölfræðin úr leiknum:ÍR-ÍBV 33-29 (15-12)Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 7 (9/1), Tryggvi Haraldsson 7 (12), Ólafur Sigurjónsson 6 (10), Ingimundur Ingimundarson 6/4 (14/6), Fannar Þorbjörnsson 3 (3), Bjarni Fritzson 3 (5), Ragnar Már Helgason 1 (4). Varin skot: Ólafur H. Gíslason 22 (af 48/3, 46%), Hreiðar Guðmundsson 1/1 (af 4/4, 25%) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Tryggvi 3, Ólafur 1, Bjarni 1) Vítanýting: Skoruðu úr 4 af 7 vítum. Fiskuð víti: Hannes 2, Tryggvi 2, Fannar 2, Karl Gunnarsson Brottvísanir: 16 mínútur. Mörk ÍBV: Samúel Ívar Árnason 9/4 (12/4), Zoltan Belanýi 7/2 (11/3), Tite Kalandaze 5 (7), Kári Kristjánsson 3 (4), Davíð Óskarsson 2 (3), Robert Bognar 2 (3), Sigurður Ari Stefánsson 1 (5), Björgvin Rúnarsson 0 (2). Varin skot: Rolnad Valur Eradze 20 (af 43/3, 47%), Jóhann Ingi Guðmundsson 6/1 (af 16/2, 38%) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Samúel 1, Belanýi 1, Kári 1) Vítanýting: Skoruðu úr 6 af 7 vítum. Fiskuð víti: Samúel 2, Svavar Vignisson 2, Davíð, Bognar, Sigurður Ari. Brottvísanir: 14 mínútur. Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í Eyjum með fjögurra marka sigri á ÍBV, 33-29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Austurbergi í gær. ÍR-ingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og héldu frumkvæðinu út leikinn þrátt fyrir að Eyjamenn hafi náð að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Það vakti athygli að Roland Eradze sem varði 20 skot á fyrstu 40 mínútum leiksins var skipt útaf þegar 20 mínútur voru eftir og kom ekkert inná meira í leiknum. Hinum megin var það hinsvegar góð markvarsla Ólafs Hauks Gíslasonar allan leikinn og árangursrík 4:2 vörn á aðalskyttur ÍBV sem lagði grunninn að sigrinum. "Við tóku aðra tvo úr umferð í dag en í lokin á síðasta leik og það gekk upp. Við leystum líka sóknina sem var til vandræða hjá okkur í fyrsta leiknum. Þetta var allt annað. Við gerðum okkur grein fyrir stöðunni, það var núna eða aldrei og það verður það sama upp á teningnum á sunnudaginn," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR eftir leikinn sem var öllu kátari en kollegi sinn hjá ÍBV.. "Það er alveg sama hvað við gerum. Það voru dæmdir 15 ruðningar á okkur í fyrri hállfeik og við fengum aldrei að stilla upp. Það var allt reynt til að dæma á okkur sóknarlega. Við fáum ekkert að spila okkar leik. Menn eru meðal annars búnir að taka Svavar Vignisson fyrir og það eina sem við getum gert er að taka hann útaf. Við getum ekki leyft honum að spila því dómarnir vilja ekki hafa hann inná," sagði harðorður þjálfari Eyjamanna Erlingur Richardsson eftir leik en gat þó ekki bent á betri dómara til þess að dæma oddaleikinn. "Hvaða dómarar eru í boði, við eigum ekkert betra. Við erum með langtum betra lið og erum til dæmis bara að tapa hér með fjórum mörkum þótt þeir séu með dómarana með sér allan leikinn. Ég stolltur af strákunum fyrir það. Við þurfum bara að fá dómara sem leyfa okkur að spila handbolta. Við erum búnir að fá ná. Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur eftir leikinn. Tölfræðin úr leiknum:ÍR-ÍBV 33-29 (15-12)Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 7 (9/1), Tryggvi Haraldsson 7 (12), Ólafur Sigurjónsson 6 (10), Ingimundur Ingimundarson 6/4 (14/6), Fannar Þorbjörnsson 3 (3), Bjarni Fritzson 3 (5), Ragnar Már Helgason 1 (4). Varin skot: Ólafur H. Gíslason 22 (af 48/3, 46%), Hreiðar Guðmundsson 1/1 (af 4/4, 25%) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Tryggvi 3, Ólafur 1, Bjarni 1) Vítanýting: Skoruðu úr 4 af 7 vítum. Fiskuð víti: Hannes 2, Tryggvi 2, Fannar 2, Karl Gunnarsson Brottvísanir: 16 mínútur. Mörk ÍBV: Samúel Ívar Árnason 9/4 (12/4), Zoltan Belanýi 7/2 (11/3), Tite Kalandaze 5 (7), Kári Kristjánsson 3 (4), Davíð Óskarsson 2 (3), Robert Bognar 2 (3), Sigurður Ari Stefánsson 1 (5), Björgvin Rúnarsson 0 (2). Varin skot: Rolnad Valur Eradze 20 (af 43/3, 47%), Jóhann Ingi Guðmundsson 6/1 (af 16/2, 38%) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Samúel 1, Belanýi 1, Kári 1) Vítanýting: Skoruðu úr 6 af 7 vítum. Fiskuð víti: Samúel 2, Svavar Vignisson 2, Davíð, Bognar, Sigurður Ari. Brottvísanir: 14 mínútur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira