Lagði hornstein að húsi Actavis 30. maí 2005 00:01 Forseti Indlands lagði hornstein þrjú þúsund fermetra rannsóknahúsi í dag sem hýsa mun stærstan hluta þróunar- og rannsóknarstarfs Actavis. Þó að margir hafi beðið lengi eftir vætu fyrir gróðurinn hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins sjálfsagt kosið að bíða örlítið lengur. Himnarnir opnuðust hreinlega þegar kom að þessum þætti í dagskrá opinberrar heimsóknar forseta Indlands, Dr. Avul Pakir Jainulabdeen Abdul Kalam. Og þótt athöfnin færi fram innan dyra þá eru byggingaframkvæmdir ekki lengra á veg komnar en svo að varla var þurr þráður eftir á þeim sem ekki náðu að krækja sér í rauðgula regnhlíf, merkta Actavis, til að verjast bleytunni. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir það mikinn heiður að fá forsetann til að leggja hornsteininn. Eitt af því sem þeir ræddu í dag var alnæmislyf sem verið er að þróa með indversku fyrirtæki. Róbert segir forseta Íslands hafa opnað lyfjaverksmiðju dótturfyrirtækis Actavis á Indlandi fyrr á þessu ári og því hafi fyrirtækinu þótt við hæfi að fá Indlandsforseta til að opna þessa verksmiðju. Róbert segir starfsmenn fyrirtækisins á Indlandi nú um 250 talsins en þeim eigi eftir að fjölga mikið. En hvers vegna að fara til Indlands? Hann svarar því til að þar sé gríðarleg þekking á samheitalyfjaiðnaðinum, aðgangur að fólki mjög góður og kostnaðurinn klárlega aðeins brot af því sem þekkist á Íslandi og víða annars staðar. Áætlað er að rannsóknahúsið verði tekið í notkun um mitt næsta ár. Fréttir Innlent Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Forseti Indlands lagði hornstein þrjú þúsund fermetra rannsóknahúsi í dag sem hýsa mun stærstan hluta þróunar- og rannsóknarstarfs Actavis. Þó að margir hafi beðið lengi eftir vætu fyrir gróðurinn hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins sjálfsagt kosið að bíða örlítið lengur. Himnarnir opnuðust hreinlega þegar kom að þessum þætti í dagskrá opinberrar heimsóknar forseta Indlands, Dr. Avul Pakir Jainulabdeen Abdul Kalam. Og þótt athöfnin færi fram innan dyra þá eru byggingaframkvæmdir ekki lengra á veg komnar en svo að varla var þurr þráður eftir á þeim sem ekki náðu að krækja sér í rauðgula regnhlíf, merkta Actavis, til að verjast bleytunni. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir það mikinn heiður að fá forsetann til að leggja hornsteininn. Eitt af því sem þeir ræddu í dag var alnæmislyf sem verið er að þróa með indversku fyrirtæki. Róbert segir forseta Íslands hafa opnað lyfjaverksmiðju dótturfyrirtækis Actavis á Indlandi fyrr á þessu ári og því hafi fyrirtækinu þótt við hæfi að fá Indlandsforseta til að opna þessa verksmiðju. Róbert segir starfsmenn fyrirtækisins á Indlandi nú um 250 talsins en þeim eigi eftir að fjölga mikið. En hvers vegna að fara til Indlands? Hann svarar því til að þar sé gríðarleg þekking á samheitalyfjaiðnaðinum, aðgangur að fólki mjög góður og kostnaðurinn klárlega aðeins brot af því sem þekkist á Íslandi og víða annars staðar. Áætlað er að rannsóknahúsið verði tekið í notkun um mitt næsta ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira