Innlent

Rita talin óhult og að heiman

Ekki eru taldar miklar líkur á að Rita Daudin, íslensku konunnar sem saknað er í New Orleans, hafi verið heima við þegar fellibylurinn reið yfir. Ræðismaður Íslendinga í New Orleans, Greg Jamison Beuerman, segir tengdafjölskyldu Ritu fjársterka og vel þekkta í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þeir sem hafi getað forðað sér burt úr borginni hafi gert það. Ólíklegt sé að Rita og maður hennar hafi ekki farið burt. Greg stefnir á að fara inn í borgina á morgun og hengja orðsendingu um að hennar sé leitað á hurðina hjá henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×