Erlent

Moussa Arafat skotinn til bana

Moussa Arafat, fyrrverandi yfirmaður öryggismála í Palestínu, var myrtur í morgun. Tugir byssumanna skutu úr sprengjuvörpum á heimili Arafats og réðust síðan inn og skutu hann til bana að sögn vitna. Ekki er ljóst hvort sonur hans, sem einnig var heima, náði að flýja eða hvort honum var rænt. Moussa Arafat, sem var frændi Jassirs Arafats, var einn af upphafsmönnum Fatah-hreyfingarinnar. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, rak hann úr embætti fyrr á árinu. Abbas hefur boðað til neyðarfundar síðar í dag vegna morðsins á Arafat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×