Erlent

Hagvöxtur minnkar ekki barnadauða

Á sama tíma hefur öðrum fátækum þjóðum, svo sem Bangladess, tekist að draga hraðar úr barnadauða en Kína og Indlandi, sem sýnir að hærri tekjur einar saman nægja ekki til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu og menntun. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna, Arunabha Ghosh, segir að vaxandi hagvöxtur dugi ekki til einn og sér. Þjóðirnar ættu að einbeita sér að útrýma ójöfnuði, milli ríkra og fátækra, karla og kvenna, sem og ólíkra trúarhópa landanna. Í skýrslunni er bent á þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn barnadauða og vannæringu mæðra í Bangladess þar sem bólusetningar hafa aukist og heilsugæsla verið bætt, en auk þess gert mikið átak í menntun yngri barna. Barnadauði í fátækustu héruðum Kína er 60 af hverjum þúsund börnum. Til samanburðar er barnadauði í ríkari hérðuðum landsins átta á hver þúsund börn, sem er sá sami og í Bandaríkjunum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×