Erlent

Hlutast til um mál hjúkrunarkvenna

Forseti Búlgaríu, Georgi Parvanov, greindi frá því í dag að hann hygðist fara til Líbíu á næstunni til þess að ræða við þarlend stjórnvöld um mál fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna sem hafa ásamt palestínskum lækni verið dæmdar til dauða fyrir að hafa viljandi sýkt á fimmta hundrað börn af HIV-veirunni. Fólkið, sem starfaði á sjúkrahúsí í landinu, hefur verið í haldi frá árinu 1999 en það segist hafa verið þvigað til að játa á sig glæpinn. Stjórnvöld í Búlgaríu hafa sagt dóminn fáránlegan og krefjast þess að ákærur verði felldar niður. Alnæmissérfræðingar hafa bent á að alnæmisfaraldurs hafi orðið vart í landinu áður en hjúkrunarfræðingarnir tóku til starf á spítalanum og segja úrbreiðslu veirunnar hugsanlega stafa af litlu hreinlæti og óvarkárni í notkun á sprautum þar. Hæstiréttur Líbíu hefur ekki fellt dóm í málinu en dóms er að vænta í lok mánaðarins. Staðfesti hæstiréttur dóm undirréttar verður hópurinn leiddur fyrir aftökusveit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×