Innlent

Aukin hætta á krónískum öndunarfærasjúkdómum

MYND/GVA

Aukin svifryksmengun hefur mikil áhrif á einstaklinga með öndunarfærasjúkdóma. En svifrykmengun í Reykjavík hefur tuttugu sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á árinu.

Svifryksmengun hefur ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk á árinu en svifryksmengun hefur fyrst og fremst áhrif á einstaklinga sem eru með öndunarfærasjúkdóma svo sem astma og hún veldur því oft að einkenni sjúkdómanna versna. Mikið svifryk í langan tíma hefur þó nokkur áhrif.

Sigurður Þór Sigurðarson, lungnalæknir, segir að margar rannsóknir sýni til dæmis að börn sem alast upp í stórborgum og eru útsett fyrir svona ryki í langan tíma, bæði þroskast öndunarfærin í þeim kannski síður heldur en þau gera venjulega og auk þess getur einnig verið aukin hætta á að þau fái króníska öndunarfærasjúkdóma eins og astma og þess háttar. 

Sigurður segir að erlendis þar sem mengun er slæm sé fólki er ráðlagt að halda sig kannski meira innan dyra ef að vitað er að magn ryks sé óvenju hátt í umhverfinu en fólk má nú kannski ekki festa sig of mikið í þessu segir Sigurður, þetta er nú kannski ekki það gríðarlegt magn að maður sé kannski beinlínis hræddur um að fólk hrynji niður umvörpum eða eitthvað slíkt. Sigurður segir þó að þetta sé vissulega eitthvað sem að taka þarf tillit til og fólk ætti kannski, sem er veikt fyrir að gæta sín að vera ekki of lengi úti við þegar mengunin er mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×