Byggt verði á sögulegri sátt 23. október 2005 17:50 Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og spurði hvort fjölmiðlafrumvarpið myndi byggjast á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinar eða hvort sáttin væri rofin eftir yfirlýsingar forystu sjálfstæðismanna eftir landsfundinn nú um helgina. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist vænta þess að sáttin sem þar náðist yrði varðveitt. „En auðvitað kann það svo að vera að einstakir flokkar hafi mismunandi áherslur í þessu máli eins og alltaf er en það ætti ekki að koma í veg fyrir það að menn geti náð saman í málinu,“ sagði Halldór. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu þetta dæmi um enn einn ágreininginn milli stjórnarflokkanna og ný forysta Sjálfstæðisflokksins hefði hlaupist undan merkjum eftir að fyrrverandi formaður flokksins gaf tóninn í upphafi landsfundar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þá hefðu tveir vindhanar snúist í rétta átt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði sína persónulegu skoðun að eignatakmörk væru of há. Það yrði samt sem áður tekið tillit til fjölmiðlaskýrslunnar við gerð nýs frumvarps. Flokkurinn hlustaði hins vegar á sína fylgismenn og fólki væri sagt hver línan væri. Hún væri sú að koma þyrfti í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stóri aðilar á markaði fengju ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Þessa skoðun hafi landsfundurinn gefið út. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist skilja orð forsætisráðherra þannig að hann hafi gefið orð sitt fyrir því að nýtt frumvarp um fjölmiðla myndi byggjast á tillögum fjölmiðlanefndarinnar. Hún sagði engar prósentur um eignarhlut koma fram í ályktun sjálfstæðismanna frá landsfundinum. Ráðamenn hafi hins vegar kosið að túlka ályktunina þannig. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að nú stæði menntamálaráðherra stæði í þeim sporum að annað tveggja yrði hún að gera, hlaupast undan merkjum sáttar sem hefði náðst þvert á alla flokka í vor og sátta við alla þá sem komi að fjölmiðlum í landinu eða hlaupast undan merkjum þeirrar stefnu sem mörkuð hefði verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins miðað við þá túlkun sem menntamálaráðherra legði í stefnuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og spurði hvort fjölmiðlafrumvarpið myndi byggjast á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinar eða hvort sáttin væri rofin eftir yfirlýsingar forystu sjálfstæðismanna eftir landsfundinn nú um helgina. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist vænta þess að sáttin sem þar náðist yrði varðveitt. „En auðvitað kann það svo að vera að einstakir flokkar hafi mismunandi áherslur í þessu máli eins og alltaf er en það ætti ekki að koma í veg fyrir það að menn geti náð saman í málinu,“ sagði Halldór. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu þetta dæmi um enn einn ágreininginn milli stjórnarflokkanna og ný forysta Sjálfstæðisflokksins hefði hlaupist undan merkjum eftir að fyrrverandi formaður flokksins gaf tóninn í upphafi landsfundar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þá hefðu tveir vindhanar snúist í rétta átt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði sína persónulegu skoðun að eignatakmörk væru of há. Það yrði samt sem áður tekið tillit til fjölmiðlaskýrslunnar við gerð nýs frumvarps. Flokkurinn hlustaði hins vegar á sína fylgismenn og fólki væri sagt hver línan væri. Hún væri sú að koma þyrfti í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stóri aðilar á markaði fengju ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Þessa skoðun hafi landsfundurinn gefið út. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist skilja orð forsætisráðherra þannig að hann hafi gefið orð sitt fyrir því að nýtt frumvarp um fjölmiðla myndi byggjast á tillögum fjölmiðlanefndarinnar. Hún sagði engar prósentur um eignarhlut koma fram í ályktun sjálfstæðismanna frá landsfundinum. Ráðamenn hafi hins vegar kosið að túlka ályktunina þannig. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að nú stæði menntamálaráðherra stæði í þeim sporum að annað tveggja yrði hún að gera, hlaupast undan merkjum sáttar sem hefði náðst þvert á alla flokka í vor og sátta við alla þá sem komi að fjölmiðlum í landinu eða hlaupast undan merkjum þeirrar stefnu sem mörkuð hefði verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins miðað við þá túlkun sem menntamálaráðherra legði í stefnuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira