Byggt verði á sögulegri sátt 23. október 2005 17:50 Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og spurði hvort fjölmiðlafrumvarpið myndi byggjast á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinar eða hvort sáttin væri rofin eftir yfirlýsingar forystu sjálfstæðismanna eftir landsfundinn nú um helgina. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist vænta þess að sáttin sem þar náðist yrði varðveitt. „En auðvitað kann það svo að vera að einstakir flokkar hafi mismunandi áherslur í þessu máli eins og alltaf er en það ætti ekki að koma í veg fyrir það að menn geti náð saman í málinu,“ sagði Halldór. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu þetta dæmi um enn einn ágreininginn milli stjórnarflokkanna og ný forysta Sjálfstæðisflokksins hefði hlaupist undan merkjum eftir að fyrrverandi formaður flokksins gaf tóninn í upphafi landsfundar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þá hefðu tveir vindhanar snúist í rétta átt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði sína persónulegu skoðun að eignatakmörk væru of há. Það yrði samt sem áður tekið tillit til fjölmiðlaskýrslunnar við gerð nýs frumvarps. Flokkurinn hlustaði hins vegar á sína fylgismenn og fólki væri sagt hver línan væri. Hún væri sú að koma þyrfti í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stóri aðilar á markaði fengju ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Þessa skoðun hafi landsfundurinn gefið út. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist skilja orð forsætisráðherra þannig að hann hafi gefið orð sitt fyrir því að nýtt frumvarp um fjölmiðla myndi byggjast á tillögum fjölmiðlanefndarinnar. Hún sagði engar prósentur um eignarhlut koma fram í ályktun sjálfstæðismanna frá landsfundinum. Ráðamenn hafi hins vegar kosið að túlka ályktunina þannig. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að nú stæði menntamálaráðherra stæði í þeim sporum að annað tveggja yrði hún að gera, hlaupast undan merkjum sáttar sem hefði náðst þvert á alla flokka í vor og sátta við alla þá sem komi að fjölmiðlum í landinu eða hlaupast undan merkjum þeirrar stefnu sem mörkuð hefði verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins miðað við þá túlkun sem menntamálaráðherra legði í stefnuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og spurði hvort fjölmiðlafrumvarpið myndi byggjast á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinar eða hvort sáttin væri rofin eftir yfirlýsingar forystu sjálfstæðismanna eftir landsfundinn nú um helgina. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist vænta þess að sáttin sem þar náðist yrði varðveitt. „En auðvitað kann það svo að vera að einstakir flokkar hafi mismunandi áherslur í þessu máli eins og alltaf er en það ætti ekki að koma í veg fyrir það að menn geti náð saman í málinu,“ sagði Halldór. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu þetta dæmi um enn einn ágreininginn milli stjórnarflokkanna og ný forysta Sjálfstæðisflokksins hefði hlaupist undan merkjum eftir að fyrrverandi formaður flokksins gaf tóninn í upphafi landsfundar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þá hefðu tveir vindhanar snúist í rétta átt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði sína persónulegu skoðun að eignatakmörk væru of há. Það yrði samt sem áður tekið tillit til fjölmiðlaskýrslunnar við gerð nýs frumvarps. Flokkurinn hlustaði hins vegar á sína fylgismenn og fólki væri sagt hver línan væri. Hún væri sú að koma þyrfti í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stóri aðilar á markaði fengju ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Þessa skoðun hafi landsfundurinn gefið út. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist skilja orð forsætisráðherra þannig að hann hafi gefið orð sitt fyrir því að nýtt frumvarp um fjölmiðla myndi byggjast á tillögum fjölmiðlanefndarinnar. Hún sagði engar prósentur um eignarhlut koma fram í ályktun sjálfstæðismanna frá landsfundinum. Ráðamenn hafi hins vegar kosið að túlka ályktunina þannig. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að nú stæði menntamálaráðherra stæði í þeim sporum að annað tveggja yrði hún að gera, hlaupast undan merkjum sáttar sem hefði náðst þvert á alla flokka í vor og sátta við alla þá sem komi að fjölmiðlum í landinu eða hlaupast undan merkjum þeirrar stefnu sem mörkuð hefði verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins miðað við þá túlkun sem menntamálaráðherra legði í stefnuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira