Milljarðar í aukinn kostnað 29. september 2005 00:01 Í gangi eru samningaviðræður milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og Landsvirkjunar vegna viðbótarkostnaðar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fást upp gefnar upphæðir en þær gætu hlaupið á milljörðum. Borun við Kárahnjúkavirkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarðganganna hljóðaði upp á 24,5 milljarða króna og því ljóst að þó verkið færi ekki nema 10 prósent fram úr þeirri áætlun, væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. "Þarna er í raun um viðskiptaleyndarmál milli verktaka og Landsvirkjunar að ræða," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo um mögulegar upphæðir sem kunni að verða rætt um. "Hins vegar hefur ekkert endanlegt komið fram um hvaða aukakostnaður gæti þarna orðið." Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun segir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarðfræði á staðnum, en bætir við að alvanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna aðstæðna. "Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða," segir hann. Tölurnar munu þó ekki af þeirri stærðargráðu að haft geti áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. "Upphafleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðum kostnaði og við ekki farnir að nota nema lítið af því." Sigurður segir álitamálum verða vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurðarnefndar deilumála, komist fyrirtækin ekki að samkomulagi. Fyrirséð er þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem er að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur verkið. "En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæðum þora menn ekki að láta hann fara í gegn um tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem svo verður borað í gegn um." Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. "Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega" Hann segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. "Það er svo verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kring um þetta og sýnist sitt hverjum." Fréttir Innlent Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Í gangi eru samningaviðræður milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og Landsvirkjunar vegna viðbótarkostnaðar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fást upp gefnar upphæðir en þær gætu hlaupið á milljörðum. Borun við Kárahnjúkavirkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarðganganna hljóðaði upp á 24,5 milljarða króna og því ljóst að þó verkið færi ekki nema 10 prósent fram úr þeirri áætlun, væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. "Þarna er í raun um viðskiptaleyndarmál milli verktaka og Landsvirkjunar að ræða," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo um mögulegar upphæðir sem kunni að verða rætt um. "Hins vegar hefur ekkert endanlegt komið fram um hvaða aukakostnaður gæti þarna orðið." Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun segir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarðfræði á staðnum, en bætir við að alvanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna aðstæðna. "Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða," segir hann. Tölurnar munu þó ekki af þeirri stærðargráðu að haft geti áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. "Upphafleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðum kostnaði og við ekki farnir að nota nema lítið af því." Sigurður segir álitamálum verða vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurðarnefndar deilumála, komist fyrirtækin ekki að samkomulagi. Fyrirséð er þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem er að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur verkið. "En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæðum þora menn ekki að láta hann fara í gegn um tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem svo verður borað í gegn um." Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. "Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega" Hann segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. "Það er svo verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kring um þetta og sýnist sitt hverjum."
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira