Milljarðar í aukinn kostnað 29. september 2005 00:01 Í gangi eru samningaviðræður milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og Landsvirkjunar vegna viðbótarkostnaðar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fást upp gefnar upphæðir en þær gætu hlaupið á milljörðum. Borun við Kárahnjúkavirkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarðganganna hljóðaði upp á 24,5 milljarða króna og því ljóst að þó verkið færi ekki nema 10 prósent fram úr þeirri áætlun, væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. "Þarna er í raun um viðskiptaleyndarmál milli verktaka og Landsvirkjunar að ræða," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo um mögulegar upphæðir sem kunni að verða rætt um. "Hins vegar hefur ekkert endanlegt komið fram um hvaða aukakostnaður gæti þarna orðið." Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun segir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarðfræði á staðnum, en bætir við að alvanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna aðstæðna. "Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða," segir hann. Tölurnar munu þó ekki af þeirri stærðargráðu að haft geti áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. "Upphafleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðum kostnaði og við ekki farnir að nota nema lítið af því." Sigurður segir álitamálum verða vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurðarnefndar deilumála, komist fyrirtækin ekki að samkomulagi. Fyrirséð er þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem er að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur verkið. "En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæðum þora menn ekki að láta hann fara í gegn um tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem svo verður borað í gegn um." Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. "Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega" Hann segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. "Það er svo verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kring um þetta og sýnist sitt hverjum." Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Í gangi eru samningaviðræður milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og Landsvirkjunar vegna viðbótarkostnaðar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fást upp gefnar upphæðir en þær gætu hlaupið á milljörðum. Borun við Kárahnjúkavirkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarðganganna hljóðaði upp á 24,5 milljarða króna og því ljóst að þó verkið færi ekki nema 10 prósent fram úr þeirri áætlun, væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. "Þarna er í raun um viðskiptaleyndarmál milli verktaka og Landsvirkjunar að ræða," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo um mögulegar upphæðir sem kunni að verða rætt um. "Hins vegar hefur ekkert endanlegt komið fram um hvaða aukakostnaður gæti þarna orðið." Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun segir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarðfræði á staðnum, en bætir við að alvanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna aðstæðna. "Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða," segir hann. Tölurnar munu þó ekki af þeirri stærðargráðu að haft geti áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. "Upphafleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðum kostnaði og við ekki farnir að nota nema lítið af því." Sigurður segir álitamálum verða vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurðarnefndar deilumála, komist fyrirtækin ekki að samkomulagi. Fyrirséð er þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem er að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur verkið. "En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæðum þora menn ekki að láta hann fara í gegn um tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem svo verður borað í gegn um." Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. "Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega" Hann segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. "Það er svo verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kring um þetta og sýnist sitt hverjum."
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira