Sport

Leika um sæti í Landsbankadeild

FH og Þór/KA/KS mætast í fyrri leiknum um sæti í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli á morgun en seinni leikurinn verður á Akureyri á fimmtudag. FH hafnaði í sjöunda og næstsíðasta sæti í Landsbankadeild en Þór/KA/KS tapaði fyrir Fylki um síðustu helgi í leik um sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn í 3. deild karla verður á Grindavíkurvelli á morgun. Reynir Sandgerði og Sindri mætast en liðin tryggðu sér í fyrrakvöld sæti í 2. deild á næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×