Innlent

Dæmdur fyrir fjárdrátt í Noregi

Íslendingur, sem dró sér tæpar sex milljónir af bankareikningi íslenska safnaðarins í Noregi síðastliðinn vetur, var dæmdur i fjögura mánaða fangelsi í héraðsdómi í Lilleström í gær. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða söfnuðinum til baka upphæðina sem hann dró sér, auk vaxta. Sækjandi í málinu fór fram á fimm mánaða fangelsi, en þar sem ákærði játaði sök sína strax og greindi lögreglu frá málavöxtum fljótt og skilmerkilega, taldi dómurinn að fjögurra mánaða í fangelsi væri hæfileg refsing.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×