Sport

Úrvalslið Landsbankadeildar kvenna

Nú rétt í þessu var tilkynnt hvaða leikmenn voru valdir í úrvalslið 8.-14. umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu og fengu leikmenn viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í síðasta hluta mótsins. Það var Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem var kjörin leikmaður síðari hluta Íslandsmótsins, en hún var lykilmaður í frábæru liði Íslandsmeistara Breiðabliks. Alls fengu leikmenn frá fjórum félögum atkvæði að þessu sinni, en úrvalsliðið er að mestu skipað leikmönnum úr Breiðablik og Val. Hér má sjá lið 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna: Markvörður: Þóra B. Helgadóttir - Breiðablik Varnarmenn: Ásta Árnadóttir úr Val, Bryndís Bjarnadóttir úr Breiðablik, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir úr KR og Ólína G. Viðarsdóttir úr Breiðablik. Miðjumenn: Dóra María Lárusdóttir úr Val, Edda Garðarsdóttir úr Breiðablik, Erna B. Sigurðardóttir úr Breiðablik og Laufey Ólafsdóttir úr Val. Framherjar: Gréta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik og Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val. Leikmaður umferðarinnar var sem áður sagði Gréta Mjöll Samúelsdóttir og þjálfari umferðanna var Úlfar Hinriksson, þjálfari Íslandsmeistaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×