Erlent

Verkfall hjá flugvirkjum Boeing

MYND/AP
Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa neyðst til þess að stöðva framleiðslu á flugvélum vegna verkfalls um 18 þúsund flugvirkja hjá félaginu. Boeing hefur átt í deilum við flugvirkjana að undanförnu og í kjölfar þess að þeir höfnuðu nýjast samningstilboði verksmiðjanna skall verkfallið á. Flugvirkjarnir krefjast meðal annars aukins framlags í lífeyrissjóði, aukins starfsöryggis og frekari þátttöku félagsins í sjúkrakostnaði. Forsvarsmenn Boeing hafa hins vegar sagt að þeir þurfi að draga úr hlunnindum til þess að standast samkeppni á alþjóðlegum markaði, en félagið á í hatrammri keppni við evrópsku Airburs-flugvélaverksmiðjurnar um sölu á flugvélum til flugfélaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×