Sport

ÍA fallið

Skagastúlkur eru fallnar úr Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu eftir 2:2 jafntefli gegn FH í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld. Þetta var fyrsta stig ÍA í deildinni en FH er með 10 stig, stigi meira en Stjarnan sem er í næst neðsta sæti. Mörk FH gerðu Valdís Rögnvaldsdóttir og Sif Atladóttir en þær Thelma Gylfadóttir og Anna Þorsteinsdóttir gerðu mörk ÍA. Í Keflavík höfðu heimamenn betur á móti KR, 2:1. Lilja Íris Gunnarsdóttir skoraði bæði mörk Keflavíkur en markadrottningin Hrefna Jóhannesdóttir gerði mark KR.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×